15.7.2009 | 22:48
Getur einhver sagt mér.......
.......hvers vegna við eigum að halda tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið? Að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við eigum að fara í aðildarviðræður eða ekki? Sorry, en ég hlýt bara að vera svona stupid að skilja þetta ekki. Hvernig getur fólk myndað sér skoðun og þóst hafa vit á öllum hlutum, án þess að vita hvað er í boði, t.d. með aðildarviðræðum? Ég er persónulega ekkert hrifinn af þessu evrópubatteríi en mig langar öngvu að síður að sjá hvað kemur út úr slíkum viðræðum, þá væri ég að minnsta kosti upplýstur um málið, og auðvitað sjálfsagt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í framhaldinu um inngöngu. En að halda tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu, ég bara get ekki skilið það. Hver eru rökin???
Niðurstaða um ESB á hádegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.6.2009 | 23:47
Skrýtið.......
........hvað mogginn gerir lítið úr þessari stórfrétt. Það mætti halda að moggamaður væri einn hinna tapsáru nágranna Herberts. En hvað um það, innilegar hamingjuóskir með þennan stórsigur, gott að vita að réttlæti er þó til. Vonandi vinnur þú líka skaðabótamálið gegn þessum féhrottum og snýrð endanlega við vopnunum í höndum þeirra.
Herbert þarf ekki að greiða þakviðgerð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)